Formaðurinn í súpunni

Bjarni Benediktsson tekur hús á Skagfirðingum í hádeginu á miðvikudag í félagsheimilinu Ljósheimum þar sem boðið verður upp á rammíslenska kjötsúpu. Skagfirðingar og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna og hitta formanninn að máli.

 

Um kvöldið verða Eyrún Ingibjörg og Sigurður Örn á borgarafundi í Húsi frítímans, Sæmundargötu 7, kl. 20.

Yngri deildin gerir sér glaðan dag á föstudagskvöld með pizzuveislu á kosningaskrifstofunni við Kaupangstorg 1 sem hefst kl. 19.

Á kjördag verður kosningakaffi á veitingahúsinu Mælifelli frá kl. 14-19 þar sem Rögnvaldur Valbergsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ari Jóhann Sigurðsson skemmta.

Frambjóðendur líta reglulega við á kosningaskrifstofunni sem er opin alla daga frá 14-19 og lengur ef þurfa þykir.

Allir velkomnir í kaffi og spjall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir