Formaður Framsóknar jaðarsetur Norðvestrið | Sigurjón Þórðarson skrifar

Sigurjón Þórðarson. MYND AÐSEND
Sigurjón Þórðarson. MYND AÐSEND

Ég kom inn á þingið í dag [í gær] sem varaþingmaður, en það sem ég rak augun fyrst í er að Sigurður Ingi virðist markvisst hafa jaðarsett þingmenn sína í Norðvesturkjördæminu.

Það er ljóst enginn af þingmönnum Framsóknar í Norðvesturkjördæminu gegnir ráðherraembætti eða formennsku í neinni nefnd og virðist vera sem oddvitinn í kjördæminu sá ágæti drengur Stefán Vagn hafi einhverra hluta verið lækkaður í tign og gerður að varaformanni í stað þess að gegna formennsku áður í fjárlaganefndinni.

Ef farið er yfir nefndarskipan flokksins, þá blasir við að formaðurinn hafi farið nokkuð langt niður lista til þess að manna formennsku í nefndum með öðrum en þingmönnum í Nv kjördæminu m.a. er Þórarinn Ingi sóttur alla leið niður í þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðaustkjördæminu. Þórarinn er þekktastur fyrir að beita sér gegn því að kjötvinnslur lúti samkeppnislögum en það mun án nokkurs efa verða dýrt fyrir neytendur og bændur.

Ekki hefur Sigurður Ingi látið það nægja að jaðarsetja þingmenn kjördæmisins heldur er augljóst að hann hafi misbeitt valdi sínu sem innviðaráðherra til þess að krækja í megnið af vegafé kjördæmisins og koma því annað.

Svo rammt hefur kveðið að hnupli innviðaráðherrans fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherra að einn af jaðarsettu þingmönnum Norðvesturkjördæmisins Lilja Rannveig steig í pontu Alþingis og bar upp kvörtun undan stöðu mála sem má fyrst og fremst rekja til formannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir