Fólk hvatt til að taka þátt í garðfuglatalningu um helgina
Húnahornið segir frá því að árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26.-29. janúar. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
„Við minnum á að fólk þarf ekki endilega að eiga garð til að gefa og telja fugla í heldur er hægt að koma sér fyrir í almenningsgarði en slíkir eru víða í sveitarfélögum landsins og þar er hægt að vera í fuglaskoðun og telja fugla.“
Hér er slóðin á viðburðinn á Fuglavernd.is og þar er að finna helstu upplýsingar.
Heimild: Húnahornið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.