FNV mætir FG í Gettu betur í kvöld

Frá upphitunarkeppni í morgun. MYND AF VEF FNV
Frá upphitunarkeppni í morgun. MYND AF VEF FNV

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, heldur áfram í kvöld og lið FNV, sem lagði Menntaskólann í Kópavogi í fyrstu umferð, mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 16-liða úrslitum. Viðureignin fer fram í kvöld, 16. janúar, klukkan 20:35 í beinni útsendingu á Rás 2.

Á vef FNV segir að eftir góðan árangur í fyrstu umferð hafi verið ástæðulaust að breyta einhverju í undirbúninginn og því keppti Gettu betur liðið aftur við lið starfsfólks að morgni keppnisdags.

Starfsfólkið mætti með alveg nýtt lið eftir að hafa tapað síðustu keppni en mátti engu að síður aftur játa sig sigrað 31-13. Þau Óskar Aron Stefánsson, Íris Helga Aradóttir og Alexander Jóhannesson í Gettu betur liðinu eru greinilega tilbúin fyrir viðureign kvöldsins,“ segir í fréttinni á vef FNV.

Ekki fylgdi sögunni hverjir skipuðu lið starfsmanna...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir