Fjórar kindur náðust í Héðinsfirði.

Bændur í Fljótum fóru fyrir skömmu til Héðinsfjarðar og fundu fjórar kindur framarlega í firðinum. Þetta var ein ær og þrjú hrútlömb sem reyndust frá þremur bæjum í Fljótum.
Talið er nær öruggt að enn sé fé í Héðinsfirði því menn sem vinna við jarðgangnagerðina sáu tvær dökkleitar kindur fyrir skömmu og þær voru ekki í því sem náðist. 
Nú er unnið á fullu við jarðgöngin til Héðinsfjarðar og það gerir mönnum óhægara að komast þangað. Helst er að óviðkomandi fái að fara í gegn á sunnudögum sem þó  er alls ekki alltaf.  ÖÞ:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir