Fjölmenni á markaðsdegi og hippaballi í Ketilási

Góð aðsókn var að Markaðsdegi sem haldinn var í félagsheimilinu Ketilási sl. laugardag. Seljendur sem voru á bilinu 10-15  sprengdu utan af sér húsnæðið sem þó kom ekki að sök því tveir aðilar voru utan dyra því einstaklega gott veður var þennan dag.

Um kvöldið var svo hinn svokallaði hippadansleikur sem nú var haldinn í þriðja skiptið. Um 150 manns mættu á ballið og skemmtu sér hið besta við undirleik hljómsveitarinnar Hafrót sem kom í stað Storma sem höfðu leikið á tveimur fyrri dansleikjunum. Ágóði af hippaballinu rennur til félagsheimilisins en hugmyndina af þessu áttu nokkrar burtfluttar konur sem stunduðu sveitaböllin á Ketilásnum  hér áður.  Öþ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir