Fjöldi manns á Skagfirskum bændadögum

Fjöldi fólks lagði leið sína á Skagfirska bændadaga í Skagfirðingabúð á fimmtudag og föstudag. Þar gátu gestir gert góð kaup á ýmsum skagfirskum matvælum og gætt sér á margskonar gómsætum réttum sem bændur buðu upp á.

Meistarakokkurinn Árni Þór Arnórsson reiddi fram girnilega rétti og Ásmundur Einar Daðason alþingismaður og sauðfjárbóndi var á meðal þeirra sem kynntu framleiðslu bænda í Skagfirðingabúð. Mikil ánægja var á meðal búðargesta, eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru síðdegis í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir