Fjölbreytt barna-og ungmennaskemmtun á Jónsmessuhátíð

Boðið verður upp á fjölbreytta barna- og ungmennaskemmtun á Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi.
Boðið verður upp á fjölbreytta barna- og ungmennaskemmtun á Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi.

Boðið verður upp á fjölbreytta barna- og unglignaskemmtun á Jónsmessuhátíð á Hofsósi sem haldin verður um aðra helgi. Hefst hún með sundlaugarpartýi fyrir 12-18 ára á föstudagskvöldinu frá kl. 21-23, með leikjum og tónlist.

Á laugardaginn verða allskonar útileikföng og gleiði frá kl 13. Meðal annars badminton, kubbur, mini-golf, sandkassi, veiði úr kari, sippó, krikket, frisbý og skeifukast. Þá verður boðið upp á andlitsmálun, hoppuakstala, trampólín, fígúrur koma í heimsókn og teymt verður undir börnum.

Kl 14:45 hefst söngskemmtunin frá Ara til Aladdín í Höfðaborg. Eftir skemmtunina mun svo rigna karamellum! Síðan verður slegið upp fjölskylduballi í Höfðaborg þar sem Kristján Gíslason úr Spútnik leikur fyrir dansi.

Loks má nefna að alla helgina verður ljósmyndamaraþon fyrir 12-18 ára. Er það nánar auglýst á fésbókarsíðu hátíðarinnar.

Þjóðbúningamessa í Sauðárkrókskirkju

 

Þjóðbúningamessa 17. júní kl.11. Þau sem eiga þjóðbúninga hvött til að skarta þeim í tilefni dagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir