Fjallabræður mæta í Miðgarð

Laugardagskvöldið 2. maí mæta vestfirsku víkingarnir í Fjallabræðrum galvaskir í fyrsta sinn í Miðgarð á Sæluviku. Og til að bæta enn meira testósteróni í prógrammið sitt ætla þeir að taka þar lagið með hinum kraftmiklu skagfirsku söngbræðrum í Karlakórnum Heimi

 

Þessi stórviðburður verður eins og fyrr segir laugardagskvöldið 2. maí í hinu nýuppgerða menningarhúsi í Miðgarði í Varmahlíð, sem hjómar nú sem aldrei fyrr. Að auki verða þar á ljúfari nótum tveir stórgóðir blandaðir kórar, Rökkurkórinn í Skagafirði og sönghópurinn Norðurljós úr Reykjavík. Kórarinir fjórir syngja bæði sundur og saman og þú ættir að taka frá laugardagskvöldið 2. maí, því þetta verður seint endurtekið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir