Fimmtán landanir sl. viku á Norðurlandi vestra

Skagastrandarhöfn. Mynd tekin af Facebook-síðu Skagastrandarhafnar
Skagastrandarhöfn. Mynd tekin af Facebook-síðu Skagastrandarhafnar

Á tímabilinu frá 28. janúar til 3. febrúar lönduðu þrír bátar/togarar á Króknum tæpum 232 tonnum í sex löndunum. Drangey og Málmey lönduðu báðar yfir 100 tonnum hver og segir á fisk.is að þær hafi báðar verið við veiðar á Sléttugrunni og uppistaða aflans þorskur.

Á Skagaströnd lönduðu einnig þrír bátar og var heildaraflinn rúm 166 tonn í sex löndunum. Aflahæstur var línubáturinn Sighvatur GK 57 með tæpt 101 tonn í einni löndun og uppistaða aflans bæði þorskur og ýsa. Þá lönduðu tveir bátar á Hvammstanga, Sjöfn SH 4 og Bára SH 27, alls 6.014 kg í þrem löndunum en enginn landaði á Hofsósi og var því heildaraflinn á Norðurlandi vestra 403.812 kg í 15 löndunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir