Fékk uppáhalds söngkonuna í heimsókn
Heiðrún Erla Stefánsdóttir á Sauðárkróki fékk óvænta heimsókn á Barnaspítala Hringsins á dögunum þegar uppáhalds söngkonan hennar birtist óvænt og gaf sér tíma með henni þrátt fyrir annasama daga. Hólmfríður Sveinsdóttur, móðir Heiðrúnar, segir að hún sé mjög hrifin af Svölu og lék hana m.a. á Öskudaginn.
Heiðrún Erla var í aðgerð þar sem gómnum í munni hennar var lokað en til þess að það tækist þurfti að taka beinvef úr mjaðmakambinum. „Þetta var stór og mikil aðgerð og tók hún fimm klukkustundir. Heiðrún var því töluvert slöpp eftir þetta. Hún er samt alveg ótrúlega dugleg og samvinnuþýð og gerir allt til að ná sem mestum bata,“ segir Hólmfríður og bætir við að nú sé bara að vona að mjaðmakamburinn nái að jafna sig og að beinígræðslan takist vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.