Fátt er betra en fiskur á diskinn minn

Fátt er betra en fiskur á diskinn minn. Feykir safnaði saman nokkrum laufléttum fiskuppskriftum og þrumarauppskrift í kaupbæti.

Einn með öllu

(fyrir 4-6)

Með þessum þarf ekkert meðlæti nema í mesta lagi góðan þrumara.

  • Einn suðupoki af hrísgrjónum, soðið eftir leiðbeiningum
  • 4 soðnar kartöflur
  • 2 góð ýsuflök
  • Grænmeti eftir smekk
  • Rifinn ostur

Sósan

Bræðið 1 dós af sýrðum rjóma og hellið matreiðslurjóma og mjólk saman við.

Bragðbætið með fiskikrafti og karrý.

Passið að láta ekki sjóða.

Takið eldfast mót og setjið soðin hrísgrjónin í botninn.

Því næst það grænmeti sem fyrir valina varð.

Raðið fisk ofan á og setjið salt og örlítið af sítrónupipar á hann.

Því næst eru kartöflurnar sneiddar niður og raðað ofan á allt saman.

Kryddað örlítið með Season All. Sósunni hellt yfir og að lokum er rifinn ostur settur yfir allt saman.

Sett inn í 200 gráðu heitan ofn og bakað í 20 mínútur.

Ýsa í léttum salsa

  • Léttsteikt grænmeti eftir smekk
  • Hálf krukka mild salsasósa
  • 1 dós 9% sýrður rjómi
  • 1 1/2 dl kaffirjómi
  • 2 góð ýsuflök
  • Doritos flögur
  • Rifinn ostur

Steikt grænmeti sett í botninn á eldföstu móti og fisknum raðað ofan á.

Blandið saman salsasósunni, sýrða rjómanum og kaffirjómanum og hellið yfir.

Myljið flögurnar yfir og stráið síðan rifnum osti yfir allt saman. Inn í ofn við 200 gráður í 20 mín.

Borið fram með salati og góðu brauði. Krakkarnir eru sólgnir í þennan, líka foreldrarnir og jafnvel afi og amma.

Einföld og góð uppskrift sem getur ekki klikkað.

Afbrigði af þessari gömlu góðu

(fyrir 4)

  • 1 kíló ýsa
  • Paprika
  • Blaðlaukur
  • Sveppir
  • Spergilkál
  • Maldon salt
  • Smjör eða annað viðbit

Skiptið ýsunni í fjóra jafna stóra bita og setið á álpappír.

Raðið grænmeti ofan á og setjið væna smjörklípu ofan á.

Stráið vel af Maldonsalti yfir og búið til umslag.

Bakað í ofni í 20 mínútur.

Berið fram með hýðishrísgrjónum og góðu salati.

Ekki sakar að eiga góðan þrumara.

Rúgbrauð

Þessi er auðveldari en marga grunar.

Það eina sem þarf er tími og af honum eigum við nóg því brauðið bakast á meðan við sofum.

  • 4 bollar rúgmjöl
  • 2 bollar heilhveiti
  • 2 tsk natron
  • 3 1/2 tsk salt
  • 1 dós syróp, þetta gamla góða í grænu dósunum
  • 1 l súrmjólk

Allt sett saman í stóra skál og hrært saman. Sett í mjólkurfernu, passar að setja í hálfa fernu.

Fernurnar látnar standa neðst í ofninum og bakaðar við 100 gráðu hita í 12 klukkustundir.

Mæli með að baka tvöfalda uppskrift og frysta brauðið strax á meðan það er enn volgt.

Sænskt rúgbrauð

  • 900 g rúgmjöl
  • 450 g hveiti (hnoðað upp í síðast)
  • 5-6 dl púðusykur og 7 dl vatn soðið saman og látið kólna niður í ylvolgt.
  • 12 tsk þurrger
  • 2 dl ylvolgt vatn til að leysa gerið upp í
  • 1 1/2 tsk salt

Allt hnoðað saman og sett í tvö stór form.

Látið hefa sig á hlýjum stað í klukkustund.

Því næst er brauðið bakað við 180 gráðu hita í klukkustund.

Borið fram heitt.

Best er að frysta það brauð sem ekki á að borða strax og hita það síðan áður en það er borið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir