Farið að þreifa á leikmönnum fyrir næsta sumar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.12.2023
kl. 10.06
Stólastúlkur og stuðningsmenn Tindastóls að loknum síðasta leik tímabilsins í haust þar sem liðið tryggði sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. MYND: ÓAB
Að sögn Adams Smára Hermannssonar, nýs formanns knattspyrnudeildar Tindastóls, eru þreyfingar hafnar í leikmannamálum og má vænta frétta af þeim vettvangi fyrr en síðar.
„Stjórnin er að vinna í því að klára samninga við heimakjarnann okkar og fór sú vinna strax í gang eftir aðalfundinn [6. desember sl.]. Eftir að það verður klárt þá munum við skoða það með þjálfurum beggja liða hvaða erlendu leikmenn munu spila með okkur en það er lykilatriði að klára samninga við heimakjarnann,“ segir hann.
Donni mun áfram þjálfa kvennalið Tindastóls sem spilar annað árið í röð, og í þriðja skipti á síðustu fjórum árum, í efstu deild og Dom Furness verður áfram við stýrið hjá strákunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.