Evrópa unga fólksins

Ivano Tasin og Kinga Biskupska

Í Húsi frítímans á Sauðárkróki er margt að gerast þessa dagana. Eitt af verkefnunum er EUF verkefnið eða Evrópa unga fólksins.  Pólsk stúlka Kinga Biskupska er í heimsókn í Skagafirði vegna þess verkefnis og er megin markmið hennar að finna og kynna verkefni fyrir sjálfboðaliða sem fara héðan til einhvers Evrópulands og svo þeirra sem koma hingað í verkefni. Vinur hún náið með starfsfólki sveitarfélagsins.

 

 

 

Verkefni EUF er fjölbreytt en meginverkefni eru leitun og umsóknir í styrki, ungmennaskiptaverkefni, sjálfboðaliðaverkefni, samvinna við þjóðir nærri evrópu, þjálfun og samstarf fyrir þá sem skipuleggja verkefni. Að sögn Ivano Tasin, starfsmanns Húss frítímans sem sjálfur kom til Sauðárkróks á vegum EUF verkefninsins árið 2003, er þetta kjörið tækifæri fyrir ungt fólk að taka þátt. -Þetta er þroskandi og góð reynsla og að auki algjört ævintýri fyrir krakka. Þau læra tungumál innfæddra, kynnast nýrri menningu og læra að standa á eigin fótum.

Hægt er að fræðast nánar um EUF hjá Ivano og Kinga í Húsi frítímans og einnig á heimasíðu EUF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir