Ertu skarpari en skólakrakki?
Á föstudaginn 6. febrúar verður dagur stærðfræðinnar haldinn hátíðlegur víða. Höfðaskóli á Skagaströnd ætlar í því tilefni að efna til stærðfræðikeppni innan skólans í samstarfi við Lionsklúbb Skagastrandar.
Stærðfræðiþrautir verða aðgengilegar á vef skólans og eru þær sniðnar að hverju aldursstigi þ.e. 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.
Lausnum má skila á kennararstofu Höfðaskóla í síðasta lagi fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16:00. Dregið verður úr réttum lausnum á degi stærðfræðinnar og hljóta sigurvegarar að launum smá glaðning.
Þrautirnar eru miserfiðar eins og gefur að skilja en hér kemur ein fyrir 1. - 4. bekk
Froskur nokkur var svo óheppinn að lenda ofan í 10 metra háum brunni. Hann tók á það ráð að skríða upp. Á hverjum degi gat hann skriðið 3 metra upp á við. En á nóttunni varð hann að hvíla sig og þá gerðist það að hann seig niður um 2 metra.
Eftir hversu marga daga komst froskurinn upp úr brunninum?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.