Ertu í framkvæmdahug?

Vaxtarsamningur Norðurlands vestra hefur auglýst eftir umsóknum frá aðilum sem óska eftir fjárhagsstuðningi til verkefna sem einkum lúta að rannsóknum og menntun  eða menningu og ferðaþjónustu.

Til greina koma verkefni sem unnin eru í samvinnu tveggja eða fleiri aðila og er sérstaklega
hvatt til uppbyggingar samstarfs í anda klasa, segir í tilkynningu frá SSNV.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á vef SSNV, www.ssnv.is  og hjá starfsmanni sjóðsins,  s. 455 7931 / 893 8287,  netfang hjordis.gisladottir@ssnv.is .
Síðasti skiladagur umsókna er 15. mars  nk. en einnig er hægt að skila þeim rafrænt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir