Ertu búin/n að skrá þig á námskeið hjá Farskólanum?
Í næstu viku verða fjögur námskeið í boði hjá Farskólanum. Það eru: Uppleið - nám byggt á hugrænni atferlismeðferð, Eldfjallafræði á mannamáli, vefnámskeið, Fab Lab Sauðárkrókur - Laserskurður - staðkennt og Fab Lab Sauðárkrókur - Fusion 360, og um að gera að skrá sig á þau námskeið sem ykkur líst á:) Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjöldin að fullu fyrir sína félagsmenn. (Þátttakendur greiða sjálfir fyrir hráefni þar sem það á við) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minna þau aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Eldfjallafræði á mannamáli - Námskeiðið er haldið miðvikudaginn 21. febrúar frá 17-19 og verður í gegnum Zoom. Skráning og nánar um námskeiðið er hér.
,,Jarðfræðileg málefni hafa verið í ofarlega í huga landsmanna undanfarin misseri og umfjöllun um eldgos, jarðskjálfta og fleira hefur vakið forvitni margra.
Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði í eldfjallafræði þar sem flókin hugtök verða færð yfir á mannamál. Farið er yfir þau helstu jarðfræðilegu ferli sem tengjast eldvirkni, allt frá efnasamsetningu og hegðun kviku yfir í öflugustu sprengigos landsins ásamt því að við lærum um eldvirkni Íslands og af hverju landið okkar sé svona lifandi og einstakt!"
Fab Lab Sauðárkrókur - Laserskurður - staðkennt - Námskeiðið er haldið 26. febrúar og 4. mars frá kl. 17:00 til 20:00. Skráning og nánar um námskeiðið hér.
,,Á þessu grunnnámskeiði í notkun á Inkscape og laserskurðarvél verður farið yfir forritið Inkscape, öryggisatriði og notkun á laserskurðarvél. Nemendur fá að takast á við mismunandi verkefni og öðlast reynslu í laserskurði."
Fab Lab Sauðárkrókur - Fusion 360 - Námskeiðið er haldið 26. febrúar og 28. febrúar frá kl. 17:30 - 20:30. Skráning og nánar um námskeiðið hér.
,,Stutt námskeið í notkun þrívíddar forritsins Fusion360. Fusion360 er sterkt þrívíddarforrit sem er þægilegt í notkun þegar kemur að tækniteikningu og uppsetningu fyrir stafræna framleiðslutækni eins og 3D prentara, fræsara og laserskurðvélar. Í þessu námskeiði teikna nemendur upp einföld verkefni."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.