Erla og Stefán kokka

Þau Erla Ísafold Sigurðardóttir og Stefán Ólafsson á Blönduósi voru matgæðingar vikunnar í Feyki í mars 2008 og buðu lesendum upp á humar, kjúkling og kókosbollueftirrétt.

 

Humarforréttur

fyrir 6 

  • 1,2 kg. stór humar í skel
  • 150gr. hvítlaukssmurostur
  • 200 gr. smjör
  • 4 stk. hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
  • ½ búnt fínt
  • söxuð steinselja
  • Safi úr sítrónu
  • Salt og pipar

Allt brætt saman í potti, steinselju bætt við í lokin. Humar settur í eldfast mót og sósunni hellt yfir humarinn. Í ofn í smástund. Borið fram m. ristuðu brauði.

Kjúklingapottréttur

fyrir 6

  • 1 stór kjúklingur
  • 1 haus brokkolí
  • 1 stór púrrulaukur
  • 4 meðalstórar gulrætur
  • 1 askja sveppir
  • 1 stór rauð paprika
  • 1 stór græn paprika
  • 1 piparostur (þessi kringlótti)
  • 100 gr. hreinn rjómaostur
  • ¼ lítri rjómi
  • ¼ lítri vatn
  • 1 matskeið kjötkraftur
  • Salt og svartur pipar

 

Steikja kjúkling heilan í ofni og krydda eftir smekk. Allt grænmeti nema brokkolí steikt saman upp úr olíu, í botni á stórum potti þar til það verður mjúkt. Þá er rjóminn, ostarnir og

vatnið sett út í pottinn og látið malla þar til ostarnir hafa bráðnað. Bæta pipar, salti og kjötkrafti út í. Þegar kjúklingurinn er fullsteiktur er hann rifinn niður og settur út í gumsið

í pottinum. Að lokum er brokkolíið sett út í og látið malla í nokkrar mínútur. Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum, fersku salati og hvítlauksbrauði.

Kókosbollueftirréttur

Brytjið niður nokkrar tegundir af ferskum ávöxtum og setjið í eldfast mót, smyrjið 6 kókosbollum yfir. Bakið í ofni við 200° C þar til kremið er ljósbrúnt. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir