Ennþá hægt að sækja um í Garðlönd sveitarfélagsins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.06.2024
kl. 11.56
Þau sem hafa áhuga á að rækta grænmeti og ýmislegt annað en vantar aðstöðu ættu að sækja um reit í Garðlönd sveitarfélagsins sem staðsett eru á Nöfunum á Sauðárkróki og við Reykjarhól í Varmahlíð. Í frétt á skagafjordur.is segir að til að sækja um þurfi að senda póst á Kára Gunnarsson á kari@skagafjordur.is en aðstaðan er gjaldfrjáls líkt og verið hefur undanfarin sumur og því tilvalið að nýta þetta flotta framtak Sveitarfélagsins.
Hægt er að byrja strax að setja niður en eins og flestir sjá á veðrinu undanfarna daga þá eru garðarnir frekar blautir en þetta hlítur að lagast á næstu dögum.
Staðsetning garðanna:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.