Ungir skagfirskir frjálsíþróttakrakkar stóðu sig frábærlega á MÍ 11-14 ára

Verðlauanhafar í 4x100 metra hlaupi. Ísak Hrafn og Guðni Bent eru í aftari röð fyrir miðju og Aron Gabríel og Sigmar Þorri sitja fyrir framan. Vinstra megin eru keppendur frá Breiðabliki og hægra megin fulltrúar FH. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR TINDASTÓLS
Verðlauanhafar í 4x100 metra hlaupi. Ísak Hrafn og Guðni Bent eru í aftari röð fyrir miðju og Aron Gabríel og Sigmar Þorri sitja fyrir framan. Vinstra megin eru keppendur frá Breiðabliki og hægra megin fulltrúar FH. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR TINDASTÓLS

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára fór fram á Selfossi dagana 23.-25 júní. Um 200 krakkar frá 14 félögum víðs vegar að af landinu voru skráð til leiks. Keppendur frá frjálsíþróttadeild Tindastóls og frá Smára í Varmahlíð sóttu Selfoss heim og náðu frábærum árangri á mótinu.

Á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar Tindastóls segir: „Sigmar Þorri Jóhannsson (12), Aron Gabríel Samúelsson (12), Guðni Bent Helgason (11) og Ísak Hrafn Jóhannsson (12) gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar í 4x100 m hlaupi 13 ára drengja.

Guðni Bent Helgason (11) varð Íslandmeistari í hástökki á nýju mótsmeti og Íslandsmeistari kúluvarp þar sem hann bætti sinn besta árangur, hann lenti í 2.sæti í 60 m hlaupi og í 3.sæti í 400 m hlaupi. Sem gaf honum 2.sætið í fjölþraut 11 ára pilta.

Lilja Stefánsdóttir (11), varð Íslandsmeistari í spjótkasti. Lilja bætti sig í 3 greinum af 7 á mótinu. Lilja æfir með Smára í Varmahlíð.

Ísak Hrafn Jóhannsson (12), varð í 2.sæti í 400 metra hlaupi og varð 2. í fjölþraut 12 ára. Hann bætti sig í 4 greinum af 7 sem hann keppti í.

Aron Gabríel Samúelsson (12), lenti í 2. sæti í langstökki

Friðrik Logi Haukstein Knútsson (13), lenti í 2.sæti i spjótkasti og í 3.sæti í 80 metra grind. Friðrik bætti sig í 4 af 8 greinum á mótinu. Friðrik æfir með Smára í Varmahlíð.

Halldór Stefánsson (14), lenti í 3. sæti í 2000 metra hlaup pilta og í 4.sæti í 800 m hlaupi. Halldór bætti sig í 3 greinum af 3. Hann æfir með Smára í Varmahlíð.

Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir keppti í 7 greinum og bætti sitt persónulega best í 3 greinum. Kolbrún æfir með Smára í Varmahlíð.“

Það er því næsta víst að framtíðin í frjálsum er björt en nokkrir krakkanna sem kepptu á Selfossi eru á leiðinni á Gautaborgaleikanna í Svíþjóð í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir