Ótrúlegar myndir af Siglufjarðarveginum

Fljótamaðurinn Halldór Gunnar á Molastöðum skrapp í hjólatúr í gær með drónann í bakpokanum. Leiðin lág yfir Almenninga sem hafa verið lokaðir fyrir bílaumferð síðan síðdegis á föstudag eftir úrhellisrigningu á Tröllaskaganum og Norðurlandi öllu.

Úrkoman mældist rúmlega 200 mm á tveimur sólarhringum og  hafði í för með sér gríðarlega vatnavexti og skriðuföll víðsvegar um fjórðunginn. Vegurinn hefur ekki ennþá verið opnaður þó  það standi til á allra næstu dögum. Vegfarendum hefur verið bent að fara Lágheiðina eða Öxnadalsheiði til að komast yfir til Siglufjarðar. Myndinar hans Halldórs tala sínu máli og óhætt að segja að oft hafi verið þörf á gangnagerð en nú er nauðsyn, áður en þarna verður stórslys. 

Feykir sló á þráðinn til Dóra sem sagði það hafa verið gaman að hjóla þarna í gær, svona Palli var einn í heiminum stemming og líðanin eins og í Zombie mynd. Ef einhver kann að orða það þá er það Dóri og þakkar Feykir honum fyrir auðsótt leyfi fyrir myndbirtingunni. 

 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir