Björgunarsveitin Strönd Eldhugi ársins 2023
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.02.2024
kl. 08.18
Í byrjun febrúar óskaði Sveitarfélagið Skagaströnd eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins í Eldhugi/eldhugar ársins 2023. Tilnefna mátti einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki og viðurkenninguna átti að veita á Þorrablóti Kvenfélagsins einingar í Fellsborg þann 17. febrúar.
Það var Björgunarsveitin Strönd sem fékk viðurkenninguna í ár og segir á Facebook-síðu félagsins ,,Okkur er mikill heiður sýndur að fá þessa viðurkenningu fyrir störf okkar. Björgunarsveitin Strönd er gríðarlega heppin með fólkið sitt, sem alla daga ársins vinnur óeigingjarnt starf í þágu sveitarinnar. Við höldum ótrauð áfram, verðum til staðar þegar íbúar og aðrir þurfa á okkur að halda í erfiðum aðstæðum. Takk fyrir okkur."
Feykir óskar Björgunarsveitinni til hamingju með viðurkenninguna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.