Liðsstyrkur í Skagafjarðarprestakalli
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
07.02.2024
kl. 15.21
Í október var auglýst eftir presti í Skagafjarðarprestakalli eftir að séra Dalla Þórðardóttir lagði fram beiðini til biskups Íslands um lausn frá embætti. Engin umsókn barst um stöðuna og því hafa nú verið starfandi tveir prestar í prestakallinu síðan um áramót.
Nú hefur þeim borist liðsstyrkur því sagt er frá því á Facebooksíðunni Kirkjan í Skagafirði að Sr. Bryndís Svavarsdóttir hefur verið ráðin til afleysinga í Skagafjarðarprestakalli til loka maí og hefur hún nú þegar hafið störf. Bryndís er Hafnfirðingur og hefur þjónað á nokkrum stöðum í afleysingum frá því hún vígðist árið 2019.
Við bjóðum Bryndísi hjartanlega velkomna í Skagafjörð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.