Engar kosningar á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.05.2010
kl. 14.38
Ljós er að ekki þarf að kjósa til sveitastjórnar á Skagaströnd þar sem einungis einn listi býður þar fram. Veittur var lögbundinn tveggja daga frestur til þess að annað framboð mætti koma fram en svo var ekki.
Eru fulltrúar Skagastrandarlistans því sjálfkjörnir aðal- og varamenn í sveitastjórn Skagastrandar næstu fjögur árin.
1. Adolf H. Berndsen
2. Halldór G. Ólafsson
3. Péturína L. Jakobsdóttir
4. Jón Ó. Sigurjónsson
5. Jensína Lýðsdóttir
6. Baldur Magnússon
7. Valdimar J. Björnsson
8. Svenný H. Hallbjörnsdóttir
9. Björn Hallbjörnsson
10. Birna Sveinsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.