Endurnýjun hjá Sjálfstæðismönnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2009
kl. 08.57
Það lítur út fyrir að Einar K Guðfinnsson sé sá eini af 6 efstu mönnum á lista Sjálfstæðismanna til alþingiskosninga fyrir tveimur árum sem gefur kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Sturla Böðvarsson og Herdís Þórðardóttir upplýstu á kjördæmisþingi um helgina að þau gæfi ekki kost á sér en áður höfðu þær Guðný Helga Björnsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir gefið það út að þær gæfu ekki kost á sér áfram.
Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að efna til prófkjörs en dagsetningin er ekki ljós. Þrátt fyrir mikla leit hefur Feykir.is enn ekki fundið sjálfstæðismann á Norðurlandi vestra sem hyggst gefa kost á sér í efstu sæti listans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.