Endurbygging Ásgarðs í Skagastrandarhöfn
Á vefsíðu Sveitarfélags Skagastrandar kemur fram að þann 15. janúar 2024 var undirritaður verksamningur við Borgarverk ehf um endurbyggingu Ásgarðs.
Við Ásgarðsbryggju hafa legið bátar af mismunandi stærðum í gegnum árin og hefur hún þjónað mikilvægu hlutverki fyrir hafnarstarfsemi á Skagaströnd. Í dag er ástand Ásgarðs ekki eins og best verður á kosið. Nauðsynlegt er að ráðast í endurbætur á hafnarmannvirkinu til þess að það geti áfram þjónað sínum tilgangi til framtíðar og er ærið verkefni fyrir höndum.
Skoðaðir hafa verið nokkrir möguleikar á endurnýjun bryggjunnar og eru mörg ár síðan sú vinna hófst og þar með baráttan fyrir umbótum.
Það var mat Hafnarsviðs Vegagerðarinnar að endurbyggingu Ásgarðs verði best borgið með því að setja stálþil utan um núverandi bryggju og að Miðgarði, þó að fleiri útfærslur hafi verið teknar til athugunar. Nú hefur verkið verið boðið út og verksamningur við Borgarverk ehf um endurbyggingu Ásgarðs verið undirritaður eins og áður sagði.
Áætluð verklok eru í desember á þessu ári.
Helstu verkþættir eru:
- Brjóta og fjarlæga þekju og polla á núverandi bryggju.
- Jarðvinna, uppúrtekt, fylling og þjöppun.
- Rekstur á 106 tvöföldum stálþilsplötum og frágangur á stagbitum og stögum.
- Steypa 147m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.