Ellert og Sigvaldi í undanúrslitum Voice annað kvöld

Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson taka þátt í undanúrslitum The VoiceÍsland annað kvöld.
Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson taka þátt í undanúrslitum The VoiceÍsland annað kvöld.

Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson taka þátt í undanúrslitum The VoiceÍsland í beinni útsendingu annað kvöld. Þeir sungu sig inn í átta manna úrslitin á föstudagskvöldið í síðustu viku og voru báðir kosnir áfram af áhorfendum, en einnig kaus hver dómari einn fulltrúa úr sínu liði áfram.

Ellert Heiðar, sem er í liði Helga Björns söng Can´t Live If Livings is Without Yoou sem Mariah Carey gerði frægt á sínum tíma. Myndband af flutningi hans má sjá hér.

Sigvaldi var síðastur á svið af keppendunum sextán, en hann er í liði Sölku Sólar. Hann söng lagið Feeling Good með Michael Bublé. Myndband af flutningi hans má sjá hér.

Nú er um að gera að fjölmenna að Skjánum og gefa Skagfirðingunum sín atkvæði, en eftir þáttinn annað kvöld munu einungis fjórir keppendur standa eftir og komast í lokaþáttinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir