Eldurinn logar glatt

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hófst á miðvikudag  með glæsileg opnunarhátíð í Félagsheimilinu Hvammstanga. Þar var stigið á stokk með bæði söng og dans og Unglistarlagið var frumflutt, en það er samið af Júlíusi Róbertssyni og sungið af Valdimar Gunnlaugssyni. Glæsileg dagskrá framundan.

Í dag hefst dagskrá klukkan 14 með töfrabragðanámskeiði þar sem öll helstu töfrabrögðin verða kennd. Klukkutíma síðar hefst hundahlýðninámskeið og klukkan 17:00 hefst heimsmeistaramót í kleppara. „Ebbel“ fjörustemning verður svo við Framnes klukkan 18:00 en þá verða flutt valinkunn lög í fjörunni og er fólki bent á að klæðasig vel en boðið verður upp á kakó.

Klukkan 21:00 verða hinir margrómuðu tónleikar í Borgarvirki en þar ætla heimamenn að hita upp fyrir Evróvisionfarann Regínu Ósk. Lokaatriði dagsins verður svo haldið í Félagsheimilinu á Hvammstanga þegar hljómsveitin Dikta heldur uppi stemningu fram á nótt.

Morgundagurinn er svo stútfullur af dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en hátíðinni lýkur svo á sunnudag með selatalningunni miklu og þar ættu sem flestir að koma og taka þátt.

Dagskrá Eldsins er hægt að sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir