Eldur í júlí

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin á Hvammstanga og í nágrenni dagana 22. - 26 júlí í sumar. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi og er orðin stór þáttur í föstum hátíðarhöldum í Húnaþingi vestra.

Eins og nafnið gefur til kynna er það unga fókið sem ber hita og þunga af hátíðinni sem síðustu ár hefur náð hámarki með glæsilegum útitónleikum í Borgarvirki. Nú er um að gera að taka helgina frá og fara að biðja fyrir góðu veðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir