Eldur í Húnaþingi hefst á morgun

Eldur í Húnaþingi hefst á morgun. Mynd: Feykir
Eldur í Húnaþingi hefst á morgun. Mynd: Feykir

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hefst á morgun, miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Það eru þau Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson sem eru framkvæmdastjórar hátíðarinnar og hafa á bak við sig svokallaða Eldsnefnd sem er þeim til aðstoðar við undirbúninginn.

Dagskráin er afar fjölbreytt að vanda og segir Sólrún í samtali við Feyki að m.a. verði fjölbreytt og flott flóra tónleika á hátíðinni. Þá er Brunaslöngubolti meðal nýjunga og segir Sólrún að hann geti orðið afar skemmtilegur. Nánar er rætt við Sólrúnu í nýjasta tölublaði Feykis sem kemur út á morgun.

Dagskrána í heild sinni má finna í bæklingi hátíðarinnar sem dreift hefur verið í hvert hús í Húnaþingi vestra og liggur frammi á hinum ýmsu stöðum víðar á svæðinu, en hann má einnig finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir