Eldur 2010

Á heimasíðu Elds í Húnaþingi 2010 eru heimamenn spurðir hvort þeir hafi krotað á blað í vinnunni í gær, prjónað peysu á yndið sitt, málað málverk eða breytt gömlum fötum sem voru að safna ryki inni í skáp.

Jafnframt eru heimamenn hvattir til þess að deila innblæstrinum, eldmóðinum og sköpunarverkunum, smáum og stórum, með öðrum á hátíðardögum Elds í Húnaþingi 21. til 25. Júlí næstkomandi?

„Límdu blaðið sem þú krotaðir á útvegginn hjá þér, hengdu prjónuðu peysuna út á snúru, skelltu smá kennaratyggjó í gluggann og hengdu upp teikningarnar eftir krakkana þannig að þær snúi út. Eða viltu kannski hugsa eilítið stærra? Viltu fá að halda sýningu? Ekki vandamálið! Hafðu samband við stjórn Elds í Húnaþingi og við hjálpum þér að koma þessu í gang.

Stöndum saman og fyllum þéttbýli jafnt og dreifbýli Húnaþings vestra af eldmóði og innblæstri dagana 21. til 25. Júlí.

Eldur í Húnaþingi 2010 eldurihun@gmail.com (eða hringdu beint í Jóhannes G. í síma 8466149 / 4512649) http://eldur.hunathing.is/“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir