Ekki í Evrópusambandið
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.01.2009
kl. 09.29
Aðalfundur Framsóknarfélags Austur Húnavatnssýslu skorar á flokksþing flokksins að leggjast eindregið gegn öllum hugmyndum um að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Í ályktun félagsins segir að þannig styrki flokkurinn stöðu sína gagnvart grasrót flokksins sem hafi verið kjölfesta hans frá upphafi. Á flokksþingi flokksins um helgina verður lagt til á flokksþinginu að hafnar verði aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum verði sett skilyrði um að hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar verði tryggðir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.