Ekki eldur - bara æfing
feykir.is
Skagafjörður
11.03.2009
kl. 08.34
Það brá mörgum Króksaranum í brún í gærkvöld þegar sjá mátti allt lið slökkviðliðsins við Aðalgötuna. Ekki var þó um elda að ræða heldur voru menn að æfa reykköfun.
Húsið sem fékkst til æfinga er happadrættishúsið við hlið bakarísins en Róbert bakari festi kaup á húsinu sl. haust og hyggst hann rífa það á allra næstu dögum. Hvað koma á í stað hússins segir Róbert að sé ekki alveg komið á hreint en margar hugmyndir séu á lofti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.