Ekki afsláttur á sorphirðugjöldum fyrir þá sem flokka

Björn Ingi Þorgrímsson hefur óskað eftir því við sveitarfélagið Húnaþing vestra að þurfa einungis að greiða sorpeyðingargjald en ekki sorphirðugjald af fasteign sinni þar sem sorp frá heimili hans sé flokkað og endurunnið.

Byggðaráð hafði áður sent erindi Björns Inga til umsagnar tæknideildar sem ekki treysti sé til þess að verða við erindinu þar sem m.a. álagning sorpgjalda sé bundin hverri íbúð og að í gjaldskrá sé ekki boðið upp á sérstaka afslætti vegna umhverfisvænnar meðhöndlunar á sorpi. Þá gildi jafnræðisregla um álagningu sorphirðugjalda. Oddur Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi Samfylkingar lagði fram þá bókun að teldi að sorphirðu og sorpeyðingargjald eigi að vera aðskilin en ekki eitt sameiginlegt gjald fyrir eigendur íbúðahúsnæðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir