Ekkert ferðaveður

Nú hefur heldur versnað veðrið á Norðvesturlandi svo vart sér „milli augna“. Færð er orðin slæm  og skólahaldi frestað.
Hjá lögreglunni á Blönduósi fengust þær upplýsingar að veðrið væri mjög slæmt og ekkert ferðaveður um sýslurnar. Björgunarsveitin er að aðstoða ökumenn sem lent hafa í vandræðum á vegum úti og hvetur lögreglan fólk að vera ekki á ferðinni að nausynjalausu.
Í Skagafirði hefur kyngt niður snjó í allan dag og er orðið þungfært um allt hérað. Veður er víða slæmt og var skólahald fellt niður eftir hádegi á Hofsósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir