Einokun í mjólkuriðnaði slæm fyrir neytendur og bændur

Undanfarna daga hafa verið miklar umræður í fjölmiðlum um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á búvörulögum. Verði frumvarpið að lögum, verða mjólkursamlög sem taka á móti mjólk umfram greiðslumark (kvóta) sektuð fyrir hvern lítra sem er umfram.

Neytendasamtökin hafa sent frá sér umsögn um þetta frumvarp. Í umsögninni kemur meðal annars fram að samtökin leggjast alfarið gegn samþykkt frumvarpsins enda er nú komin upp einokun á mjólkurmarkaði.  Bent er á að þegar Mjólka kom inn á markaðinn með kaupum á umframmjólk bænda keppti fyrirtækið við önnur mjólkursamlög. Við það hækkaði verð á mjólk umfram kvóta til bænda um leið og vörur sem Mjólka framleiddi í samkeppni við MS lækkuðu í verði.

Frumvarpið er því í eðli sínu andstætt bæði hagsmunum bænda og neytenda. Verði frumvarpið að lögum er lokað á alla samkeppni innan mjólkuriðnaðar. Neytendasamtökin telja hins vegar brýnt að frelsi sé aukið innan þessarar greinar. Því hvetja Neytendasamtökin til þess að frumvarpið verði fellt. Ef það verður ekki gert eru alþingismenn að fórna almannahagsmunum fyrir sérhagsmuni og það væri þá ekki í fyrsta skipti.

/ns.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir