Einar spyr ráðherra úr í Hólaskóla
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður sjálfstæðismanna, í Norðvesturkjördómi hefur sent menntamálaráðherra fyrirspurn um framtíðarskipan Hólaskóla.
Spurningar Einars til ráðherra eru tvær:
1. Hverjar voru meginniðurstöður nefndar ráðherra um framtíðarskipan Hólaskóla – Háskólans á Hólum?
2. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að hrinda þeim áformum í framkvæmd?
Einar býst við að ráðherra svari spurningum hans í næstu viku og verður nánar fjallað um málið þá.
Þá hefur Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra gefið út þá skoðun sína að hann telji að Hólaskóli eigi að hverfa aftur undir stjórn Landbúnaðarráðuneytis.
Gríðarlegur halli hefur verið á rekstri Hólaskóla og telja menn því brýnt að unnið verið að framtíðarlausn fyrir skólann hið fyrsta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.