Einar Ben í framboð fyrir Samfylkingu
Einar Benediktsson verkamaður á Akranesi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3-6 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Einar er fæddur á Akranes þ. 11.03.1969, sonur Benedikts Valtýssonar vélvirkja hjá Norðurál og Sigríðar Báru Einarsdóttur gjaldkera Iceland Seafood. Einar er giftur Sigrúnu Jóhannesdóttur, hjúkrunafræðing á LSH. Foreldrar hennar eru Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna og Magnea Jónsdóttir sjúkraliði á fjórðungssjúkrahúsi Austurlands Neskaupsstað.
Einar er faðir fjögurra barna, Sígríður Bára (1991) Ólöf Ósk (1995) Jón Ingvi (2000) og Jóhannes (2003). Sytskini Einars eru Valtýr Bergmann þjónn og Karen Edda nemi í stjórnmálafræði.
Einar stundaði sjómennsku í nokkur ár ásamt því að starfa við hin ýmsu störf í byggingageiranum áður en hann fluttist til Danmerkur á vormánuðum 1997 ásamt fjölskyldunni. Fjölskyldan fluttist búferlum til Íslands um mitt sumar 2006 og hóf Einar störf hjá Norðuráli á Grundartanga í ágúst sama ár og starfar þar sem liðstjóri í skautsmiðju í dag.
Einar er kominn af sjómönnum og bændum í marga ættliði. Einar Jóhannesson og Sigríður Bárðardóttir bændur á Jarðlangsstöðum á Mýrum í Borgarfirði eru afi og amma Einars í móðurætt. Benedikt Tómasson skipstjóri frá Skuld á Akranesi var langa-afi Einars í föðurætt.
Sú endurnýjun sem á sér stað í íslenskum stjórnmálum í dag, má ekki einskorðast við hámenntaða einstaklinga, ég tel mjög mikilvægt að talsmenn alþýðunnar fái rödd inni á alþingi íslendinga, hver er betur til þess fallinn en einhver sem kemur úr þeirra röðum. Við þurfum fleiri þingmenn úr röðum almennings, þ.e. ekki eingöngu hámenntaða einstaklinga sem jafnvel hafa ekki þá tengingu við alþýðuna sem nauðsynleg er nú, í þessu ölduróti sem þjóðin berst við.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.