Ég kýs fyrir a.m.k. þrjá!
feykir.is
Hr. Hundfúll
28.12.2009
kl. 17.05
Herra Hundfúll heyrði í hádeginu að verið var að kjósa mann ársins á Rás 2. Frekar þótti honum þetta nú undarleg kosning þegar fólk var farið að hringja inn og segjast vera að kjósa fyrir tvo og jafnvel þrjá í einu. Þetta er umhugsunarverð framkvæmd á kosningu og kannski upplögð fyrir ríkisstjórnina? Steingrímur Joð gæti þá kannski greitt atkvæði um Icesave fyrir alla Vinstri græna í einu o.s.fr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.