Efnilegir upplesarar í Varmahlíðarskóla
Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Varmahlíðarskóla sl. fimmtudag. Sextán efnilegir upplesarar sem allir eru í 7. bekk skólans tóku þátt og bar lestur þeirra vott um innlifun og vandvirkni, en þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn umsjónarkennara bekkjarins, Sigrúnar Benediktsdóttur.
Kynnar voru Jódís Helga Káradóttir og Lilja Margrét Óskarsdóttir, sem tóku þátt í keppninni í fyrra. Nemendur úr 5., 6. Og 8. Bekk fluttu tónlistaratriði, þau Lydía Einarsdóttir, Guðmundur Smára Guðmundsson, Óskar Aron Stefánsson og Gunnar Einarsson.
Eftir erfitt val dómnefndar, sem skipuð var þeim Gísla Gunnarssyni, Ingibjörgu Hafstað og Kristínu Einarsdóttur, skipuðu eftirfarandi fimm efstu sætin. Fjögur þeirra keppa lokahátíðinni sem haldin verður á Sauðárkróki í apríl, en sú fimmta skipar sæti varamanns, æfir með hópnum allan tímann og þarf að vera tilbúin að hlaupa í skarðið ef einhver forfallast.
Jón Hjálmar Ingimarsson
Erna Sigurlilja Ólafsdóttir
Herdís Eir Sveinsdóttir
Hafsteinn Máni Björnsson
Sunna Sif Friðriksdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.