Ef fara skal á feikna sprett
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
04.02.2009
kl. 15.04
Hestar og knapar þeirra féllu í tjörnina í Reykjavík í gær þegar ísinn brast undan þeim og varð mikið busl við að koma þeim upp. Atvik þetta varð þegar hestamenn mynduðu breiðfylkingu eftir glæsilega sýningu á ísnum til kynningar á VÍS deildinni sunnanlands.
Þetta atvik varð hestamanni á Sauðárkróki að yrkisefni og sendi á Feyki.is
Ef fara skal á feikna sprett
á frekar veikum ís
Tel ég skylt og tel ég rétt
að tryggja þá hjá VÍS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.