Dýrakotsnammi óskar eftir ábyrgðum sveitarfélags
feykir.is
Skagafjörður
20.02.2009
kl. 08.27
Fyrirtækið Dýrakotsnammi á Sauðárkróki hefur óskað eftir ábyrgðum og eða öðrum stuðningu við uppbygingu fyrirtækisins af hálfu sveitarfélagsins Skagafjaraðar. Fyrirtækið fékk eins og Feykir greindi frá í desember 2 milljón króna styrk frá Jóhönnusjóði til frekari uppbyggingu fyrirtækisins sem framleiðir góðgæti fyrir hunda og ketti.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar tóku erindi fyrirtækisins fyrir á fundi sínum í gær en sveitarfélagið hefur ekki heimildir til að gangast í ábyrgðir fyrir einkafyrirtæki. Nefndin tók hins vegar vel í aðrar hugmyndir sem kynntar voru í erindinu og fól sviðsstjóra að ræða nánar við forsvarsmenn fyrirtækisins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.