Dúfur á Króknum
Þau eru orðin nokkur árin, síðan dúfur sáust fljúandi á Króknum. Þær voru nokkuð margar og glöddu flesta bæjarbúa með því einu að vera til.
En heilbrigðisyfirvöld voru ekki eins hrifin og létu fjarlægja þær. Síðan hefur verið dúfnalaust á Króknum að því er blaðamaður best veit. En nú bregður svo við að á föstudaginn langa varð húseigandi á Hólaveginum var við skrítinn fuglasöng fyrir utan gluggan hjá sér og sjá, eru þar komnar þrjár gráar dúfur sem að óvísindalegri könnun gæti verið hús- eða bjargdúfur.
Húsdúfan er afkomandi bjargdúfunnar, er til í mörgum litum, t.d. hvít, alsvört og brún, og halda til í þéttbýli. Hægt er að fræðast nánar um dúfur HÉR
Myndirnar tók Óla Pétursdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.