Draumaraddir með tónleika

Stúlknakórinn Draumaraddir Norðursins

Stúlknakór Norðurlands vestra verður með ferna tónleika í næstu viku. Draumaraddir norðursins er samstarfsverkefni Söngskóla Alexöndru, tónlistarskóla Austur og Vestur Húnavatnssýslu. Stúlkurnar í kórnum eru um 60 talsins  á aldrinum 10-16 ára.  Stúlkurnar hafa æft á fjórum stöðum frá því í desember; Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki og síðan einu sinni í mánuði allar saman

Páskatónleikar verða á eftirfarandi stöðum:

5. apríl, sunnudagur – Hvammstangi – Félagsheimili Hvammstanga kl. 17:00

6. apríl, mánudagur – Blönduós – Blönduóskirkja kl. 17:00

7. apríl, þriðjudagur – Skagaströnd – Kirkjan kl. 17:00

8. apríl, miðvikudagur – Sauðárkrókur – Frímúrarahúsið kl. 17:00

 

Miðaverð er kr. 1500 en kr. 800 fyrir grunnskólanemendur.

Söngkennarar verefnisins eru; Elinborg Sigurgeirsdóttir á Hvammstanga, Þórhallur Barðason á Blönduósi, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Skagaströnd og Alexandra Chernyshova á Sauðárkróki. Listrænn stjórnandi er Alexandra Chernyshova og undirleikari á tónleikunum verður Elínborg Sigurgeirsdóttir.

Upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðunni www.dreamvoices.is

  Verkefnið fékk styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir