Drangey verður með samskonar vinnslubúnað og Málmey

Hið nýja skip Fisk Seafood, Drangey SK2, mun verða með sama vinnslubúnað og Málmey SK1 sem byggir á svonefndri „Subchilling“ tækni sem Skaginn 3X hefur þróað undanfarin misseri, meðal annars í samstarfi við Fisk Seafood. Samningur milli fyrirtækjanna var undirritaður þess efnis á sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær.
Tæknin gerir notkun íss við geymslu fersks fisks óþarfa með tilheyrandi lækkun kostnaðar við veiðar og vinnslu, að því er fram kemur á Mbl.is. Þá verður einnig sett um borð í Drangey sjálfvirk færsla á kerum niður í lest af svipuðum toga og nú hefur verið komið fyrir um borð í Engey RE91, sem leysir af hólmi erfið og um margt hættuleg störf sjómanna. Saman tryggja kerfin samfellu í meðhöndlun afla um borð, aukin afköst við veiðar og gefa auk þess möguleika á rekjanleika afla frá veiðum til neyslu.
Sjá nánar á Mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.