Drangey Music Festival á N4
Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin laugardaginn 24. júní nk. á Reykjum á Reykjaströnd. Svæðið opnar kl. 18:00 og hefjast tónleikarnir kl 20:30. Þetta er í þriðja sinn sem hátiðin er haldin og á Facebooksíðu hennar segir að líkt og fyrri ár verði áherslan á frábæra tónlist og fallega stemningu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við frá Reykjum á Reykjaströnd.
Þeir tónlistarmenn sem koma fram eru:
Mugison, Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar, Amabadama, Contalgen Funeral og Emmsjé Gauti.
Áskell Heiðar Ásgeirsson, einn forsvarsmanna hátíðarinnar, var í viðtali við Gest Einar á N4 á dögunum og má það finna á slóðinni https://www.n4.is/is/thaettir/file/drangey-festival.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.