Dópaður ökumaður stöðvaður

Aðfaranótt laugardags handtók Lögreglan á Blönduósi ökumann sem var á leið frá Reykjavík til Akureyrar en hann ók undir áhrifum fíkniefna.

Um það bil tvö grömm af amfetamíni fundust í fórum mannsins auk þess sem stór hnífur fannst við leit í bílnum sem ökumaður sagði hafa sér til varnar ef á hann væri ráðist. Ekki kom þó til þess að maðurinn beitti hnífnum við handtökuna því hann veitti enga mótspyrnu. Maðurinn gisti fangageymslur fram á morgun en var sleppt að yfirheyrslum loknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir