Donni genginn í ÍA
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.03.2009
kl. 08.41
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni hefur sagt skilið við Tindastól og gengið í raðir Skagamanna.
Donni hefur í mörg ár verið viðloðandi Krókinn og leikið með Tindastóli. Hann hefur ekki síður verið drjúgur í þjálfun hjá knattspyrnudeildinni og náði m.a. frábærum árangri með 3.fl. karla á síðasta tímabili.
Knattspyrnudeildin hefur síðan í haust lagt að Donna að dvelja áfram í herbúðum Tindastóls leika með m.fl. og m.a. sjá um þjálfun 2.flokks. Donni ákvað hinsvegar að fara á Skagann eins og fram hefur komið.
Donni var yfirþjálfari yngriflokka hjá Tindastól sl. sumar og ljóst að hans verður sárt saknað bæði af iðkendun og eins foreldrum þeirra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.