Dans- og nýsköpunarviku austan Vatna lýkur með súpu og sýningu

Danskennsla á Hofsósi í nýsköpunar- og þemaviku í fyrra. Mynd: KSE
Danskennsla á Hofsósi í nýsköpunar- og þemaviku í fyrra. Mynd: KSE

Í vikunni sem er að líða hefur verið dans- og nýsköpunarkennsla í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði. Hafa nemendur frá starfsstöðunum þremur verið saman komnir á Hofsósi í kennslunni. Einnig hefur öll tónlistarkennslan verið á Hofsósi í vikunni.

„Það hefur gengið alveg ótrúlega vel og flest allir nemendur sýnt af sér skemmtileg tilþrif í dansinum og mikinn hæfileika í nýsköpuninni,“ segir í frétt á heimasíðu skólans, þar sem einnig má skoða myndir úr dans- og nýsköpunarvikunni.

Lokapunkturinn á vikunni er svo dans- og nýsköpunarsýning sem haldin verður föstudaginn 8.apríl og eru allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin þann dag er á þessa leið:
- Nýsköpunarsýning kl.10:20 - 11:00
- Danssýning kl.11:00 - 12:00
- Nýsköpunarsýning kl.12:00 - 12:40

Strax að lokinni danssýningunni kl.12:00 verður nemendafélag skólans að selja rjúkandi mexíkóska kjúklingasúpu í Höfðaborg. Verð er aðeins 1500 kr fyrir 14 ára og eldri en 500 kr fyrir 1.-7.bekk. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir