Dans og nýsköpun í Grunnskólanum austan Vatna
Nemendur Grunnskólans austa Vatna hafa haft í nógu að snúast síðustu dagana en þessa viku hafa nemendur frá öllum starfsstöðvunum þremur verið samankomnir í skólanum á Hofsósi og unnið saman í nýsköpunarvinnu. Inn á milli hafa þeir svo rétt úr sér og skellt sér á dansnámskeið hjá Ingunni danskennara sem kennir þeim vínarkrus og vals og ræl í bland við nýrri spor. Leikskólabörnin á Tröllaborg fengu líka danskennslu og sýndu frábæra takta eins og hinir eldri á danssýningu í Höfðaborg í gær. Við sama tækifæri var foreldrum og öðrum áhugasömum boðið að sjá afrakstur nýsköpunarnámsins hjá krökkunum.
Meðfylgjandi myndir tóku Fríða Eyjólfsdóttir og Bjarki Már Árnason í Höfðaborg í gær.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.